Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu vefs

Landssamband íslenskra útvegsmanna

Fréttir

28. Júlí 2014 | ÚTVEGURINN

Uppsjávarskipiđ Sigurđur VE er komiđ frá Tyrklandi til Vestmannaeyja

Sigurdur_VE_ny„Nýjasta uppsjávarskip Ísfélags Vestmannaeyja er nú komið til eyja frá Tyrklandi og verður tekið í notkun á næstu dögum“, segir Eyþór Harðarson útgerðarstjóri Ísfélagsins. Skipið ber nafnið Sigurður VE og mun veiða makríl til að byrja með. „Þetta er örugglega stærsta uppsjávarskip landsins sem veiðir til vinnslu“, segir Eyþór. Í framhaldinu segir hann að Sigurður sé svipaður og Börkur að stærð en er burðameira.

Sigurður VE er 80 metra langur og 17 metra breiður og er afar vel búinn til veiða á uppsjávarfiski, sem sagt loðnu, síld, makríl og kolmunna. Aðalvélin er 4.500 kW og kæligetan er 2 x 1.300.000 kcal/klst. Kælitankar skipsins eru tólf og eru samtals 2.970 rúmmetrar þannig að burðargeta skipsins er mikil, um 3.000 tonn, og styður hún vel við öfluga landvinnslu félagsins í Vestmannaeyjum og Þórshöfn.

25. Júlí 2014 | ÚTVEGURINN

Sumarlokun skrifstofu LÍÚ

Sumarfri_LIUMánudaginn 14. júlí mun skrifstofa samtakanna loka í þrjár vikur vegna sumarleyfa. Hún mun opna aftur þriðjudaginn 5. ágúst. Njótið sumarsins.


Í brennidepli

19. Maí 2014

Súrnun sjávar byrjađ ađ hafa áhrif á hagkerfi heimsins

Litill-krabbi „Sjórinn í kringum Ísland er að súrna sem mun að öllum líkindum hafa neikvæðar afleiðingar fyrir vistkerfi hafsins ef ekki er brugðist við fljótlega,“ segir Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands, en hún er að rannsaka súrnun sjávar og afleiðingar fyrir lífríkið í hafinu við Ísland. Verkefnið hennar ber yfirskriftina „Áhrif súrnunar sjávar á kalkmyndandi lífríki í hafinu við Ísland“ og er það fyrsta rannsóknin af þessu tagi sem hefur verið gerð á Íslandi. Hún segir að súrnun sjávar sé bein afleiðing af þeirri hröðu iðnvæðingu sem hefur átt sér stað síðustu áratugi þar sem styrkur koltvíoxíð (CO2) hefur aukist töluvert og sífellt hraðar. Þessi þróun er ekki síður alvarleg en hlýnun jarðar þar sem aukinn styrkur koltvíoxíðs (CO2) lækkar sýrustig hafsins (pH gildi) og veldur súrnun sem hefur áhrif á lífríki hafsins.

13. Febrúar 2014 | ÚTVEGURINN

Sjávarútvegsfyrirtćki skara fram úr

Samherji er efstur á lista þeirra tíu fyrirtækja sem Creditinfo valdi framúrskarandi fyrirtæki ársins 2013. Í öðru sæti er Síldarvinnslan en fyrirtækin voru valin úr hópi 462 fyrirtækja á Íslandi. Af þessum tíu framúrskarandi fyrirtækjum koma fjögur úr ranni sjávarútvegarins þar sem alþjóðlega tæknifyrirtækið Marel er í fjórða sæti listans og Ísfélag Vestmannaeyja í því tíunda.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir þetta skýrt dæmi um það hve framúrskarandi íslenskur sjávarútvegur er.

Fréttaáskrift


Fisheries.is
Sjávarútvegurinn í tölum
Kynningarefni
Hvalamál
Tćkniskólinn
Responsible Fisheries

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta