Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu vefs

Landssamband íslenskra útvegsmanna

Fréttir

26. Ágúst 2014 | ÚTVEGURINN

Svćđisskráning sjávartengdra fornleifa á Snćfellsnesi

Kristin_SylviaKristín Sylvía Ragnarsdóttir meistaranemi í fornleifafræði er búin að vera að svæðisskrá fornleifar á Snæfellsnesinu í sumar hjá Landsambandi íslenskra útvegsmanna svo hægt sé að kortleggja sjávartengda atvinnustarfsemi á staðnum. Aðspurð hver gildi fornleifafræðinnar eru og hvert verkefni hennar hjá LÍÚ í sumar sé segir hún, „Fornleifafræðin snýst um að halda uppi menningararfi Íslendinga. Hún er okkar leið til að rýna í fortíðina og til að skilja manninn betur. Þess vegna á verkefni mitt hjá LÍÚ mjög vel við þar sem ég er að skoða sjávartengdar heimildir (örnefnaskrár og túnakort, landnámssögur og fleira) ásamt örnefnum sem tengjast sjávarútveginum á borð við báta, skip, verbúðir, fiskbirgi og fleira. Svæðið sem ég er að skoða er í þremur hreppum á Snæfellsnesi; Í Breiðuvíkurhreppi, Neshreppi innan Ennis og Neshreppi utan Ennis, sem er í kringum Snæfellsjökul vestast á Snæfellsnesinu innan Snæfellsbæjar.“ 

22. Ágúst 2014 | ÚTVEGURINN

Nýr frćđsluvefur um lífríki á grunnslóđ viđ landiđ

HafroÁ Menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst mun Upplýsingasetur Hafrannsóknastofnunar opna nýjan fræðsluvef um lífríki í fjörðum og á grunnslóð við landið á viðburði sem ber yfirskriftina „Haf- og fiskirannsóknir: Undirstaða sjálfbærra fiskveiða“. Aðferðir við stofnmatsrannsóknir og aldursgreiningar fiska verða meðal annars kynntar á viðburðinum og verður mögulegt fyrir gesti að skoða lifandi sjávarlífverur í sjóbúri. Vefurinn sem um ræðir fjallar um firði og grunnsævi á Íslandi. Honum er ætlað að koma á framfæri upplýsingum og niðurstöðum rannsókna um náttúrufar fjarðar og grunnsævis Íslands. Misjafnlega mikið er til af efni um íslenska firði en gert er ráð fyrir að smám saman verði fyllt í þær eyður sem nú eru til staðar varðandi náttúrufar fjarða og grunnsævis.


Í brennidepli

19. Maí 2014

Súrnun sjávar byrjađ ađ hafa áhrif á hagkerfi heimsins

Litill-krabbi „Sjórinn í kringum Ísland er að súrna sem mun að öllum líkindum hafa neikvæðar afleiðingar fyrir vistkerfi hafsins ef ekki er brugðist við fljótlega,“ segir Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands, en hún er að rannsaka súrnun sjávar og afleiðingar fyrir lífríkið í hafinu við Ísland. Verkefnið hennar ber yfirskriftina „Áhrif súrnunar sjávar á kalkmyndandi lífríki í hafinu við Ísland“ og er það fyrsta rannsóknin af þessu tagi sem hefur verið gerð á Íslandi. Hún segir að súrnun sjávar sé bein afleiðing af þeirri hröðu iðnvæðingu sem hefur átt sér stað síðustu áratugi þar sem styrkur koltvíoxíð (CO2) hefur aukist töluvert og sífellt hraðar. Þessi þróun er ekki síður alvarleg en hlýnun jarðar þar sem aukinn styrkur koltvíoxíðs (CO2) lækkar sýrustig hafsins (pH gildi) og veldur súrnun sem hefur áhrif á lífríki hafsins.

13. Febrúar 2014 | ÚTVEGURINN

Sjávarútvegsfyrirtćki skara fram úr

Samherji er efstur á lista þeirra tíu fyrirtækja sem Creditinfo valdi framúrskarandi fyrirtæki ársins 2013. Í öðru sæti er Síldarvinnslan en fyrirtækin voru valin úr hópi 462 fyrirtækja á Íslandi. Af þessum tíu framúrskarandi fyrirtækjum koma fjögur úr ranni sjávarútvegarins þar sem alþjóðlega tæknifyrirtækið Marel er í fjórða sæti listans og Ísfélag Vestmannaeyja í því tíunda.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir þetta skýrt dæmi um það hve framúrskarandi íslenskur sjávarútvegur er.

Fréttaáskrift


Fisheries.is
Sjávarútvegurinn í tölum
Kynningarefni
Hvalamál
Tćkniskólinn
Responsible Fisheries

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta