Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu vefs

Landssamband íslenskra útvegsmanna

Fréttir

20. Ágúst 2014 | ÚTVEGURINN

Hagsmunamat hins opinbera

Kolbeinn Árnason minni myndŢað er hagur sjávarútvegsfyrirtækja að farið sé vel með auðlindir sjávar, að gengið sé um þær af virðingu og þær nýttar með hagkvæmum og umhverfisvænum hætti. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍU, segir í aðsendri grein í Markaðinum í dag að sú spurning vakni hvort haf- og fiskirannsóknum á Íslandsmiðum gæti verið betur komið á hendi sjávarútvegsfyrirtækjanna sjálfra gegn lækkun veiðigjalda. Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á slóðina hér fyrir neðan.

19. Ágúst 2014 | ÚTVEGURINN

Fjórir nýir togarar frá Tyrklandi vćntanlegir á nćstu árum

Samherji_UA_Fisk_SeafoodSamningar hafa verið gerðir við skipasmíðastöðina Cemre Shipyard í Istanbúl í Tyrklandi um að smíða fjóra nýja ísfisktogara. Samherji og Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA) fá þrjá og fer einn til útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Fisk Seafood. Heildarverðmæti samninganna eru 10 milljarðar íslenskra króna og er áætlað að smíði fyrsta skipsins hefjist fljótlega eftir áramót. Afhending á því skipi verður í apríl/maí 2016. Öll skipin koma í stað eldri skipa hjá félögunum. Elsta skipið verður skipt út fyrir eitt hinna nýju er hátt í 50 ára gamalt skip Samherja.


Í brennidepli

19. Maí 2014

Súrnun sjávar byrjađ ađ hafa áhrif á hagkerfi heimsins

Litill-krabbi „Sjórinn í kringum Ísland er að súrna sem mun að öllum líkindum hafa neikvæðar afleiðingar fyrir vistkerfi hafsins ef ekki er brugðist við fljótlega,“ segir Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands, en hún er að rannsaka súrnun sjávar og afleiðingar fyrir lífríkið í hafinu við Ísland. Verkefnið hennar ber yfirskriftina „Áhrif súrnunar sjávar á kalkmyndandi lífríki í hafinu við Ísland“ og er það fyrsta rannsóknin af þessu tagi sem hefur verið gerð á Íslandi. Hún segir að súrnun sjávar sé bein afleiðing af þeirri hröðu iðnvæðingu sem hefur átt sér stað síðustu áratugi þar sem styrkur koltvíoxíð (CO2) hefur aukist töluvert og sífellt hraðar. Þessi þróun er ekki síður alvarleg en hlýnun jarðar þar sem aukinn styrkur koltvíoxíðs (CO2) lækkar sýrustig hafsins (pH gildi) og veldur súrnun sem hefur áhrif á lífríki hafsins.

13. Febrúar 2014 | ÚTVEGURINN

Sjávarútvegsfyrirtćki skara fram úr

Samherji er efstur á lista þeirra tíu fyrirtækja sem Creditinfo valdi framúrskarandi fyrirtæki ársins 2013. Í öðru sæti er Síldarvinnslan en fyrirtækin voru valin úr hópi 462 fyrirtækja á Íslandi. Af þessum tíu framúrskarandi fyrirtækjum koma fjögur úr ranni sjávarútvegarins þar sem alþjóðlega tæknifyrirtækið Marel er í fjórða sæti listans og Ísfélag Vestmannaeyja í því tíunda.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir þetta skýrt dæmi um það hve framúrskarandi íslenskur sjávarútvegur er.

Fréttaáskrift


Fisheries.is
Sjávarútvegurinn í tölum
Kynningarefni
Hvalamál
Tćkniskólinn
Responsible Fisheries

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta