Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu vefs

Landssamband íslenskra útvegsmanna

Fréttir

22. Október 2014 | ÚTVEGURINN

Jens Garđar býđur sig fram til fomanns nýrra samtaka í sjávarútvegi

Jens GarðarJens Garðar Helgason hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til formanns á sameiginlegum aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskivinnslustöðva sem haldinn verður á Hilton Nordica föstudaginn 31. október næstkomandi. Fyrir aðalfundinum liggur tillaga um sameiningu samtakanna. 

Ef aðalfundir LÍÚ og SF samþykkja sameiningu  í nýtt félag, þá er félagsmönnum er heimilt að bjóða sig fram til formanns eða stjórnar á stofnfundi nýrra samtaka, eða þá til kjörnefndar sem sér um framkvæmd kosninga á stofnfundinum.

6. Október 2014 | ÚTVEGURINN

Sjávarútvegsdagurinn 2014 - Ferskur og sterkur

Sjávarútvegsdagurinn 2014 augaðMun fleiri stjórnendur telja núverandi aðstæður góðar í atvinnulífinu en að þær séu slæmar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjustu könnun Capacent sem gerð var fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann og kynnt var í byrjun mánaðarins. Vaxandi bjartsýni þykir meðal annars endurspeglast í auknum fjárfestingum sjávarútvegsfyrirtækja en á næstu tveimur árum er von á skipum fyrir um 28 milljarða króna. Með nýjum skipum fylgir aukið hagræði og minni mengun, meðal annars vegna minni olíunotkun. Um þessa breytingar verður meðal annars fjallað á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu á miðvikudaginn 8. október.  Auk þess verða áhugaverðar upplýsingar verða birtar úr gagnagrunni Deloitte um sjávarútveg sem unnin er úr ársreikningum félaga sem hafa yfir að ráða hátt í 90% af úthlutuðum aflaheimildum og nær allt til aldamóta. Nánari upplýsingar um dagskrána og skráningu með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. 


Í brennidepli

15. Október 2014

Dagskrá ađalfundar 2014

Sameiginlegur ársfundur LÍÚ og SF 31. október verður helgaður samkeppnisfærni íslensks sjávarútvegs á alþjóðlegum mörkuðum. Ræðumenn tengjast sjávarútveginum með ólíkum hætti en eiga það sameiginlegt að geta varpað ljósi á breiða skírskotun greinarinnar og mikilvægi fyrir aðra þætti atvinnulífsins og samfélagsins. Meðal ræðumanna eru Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og formaður SA, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustuskrifstofu Marel, Hildur Kristborgardóttir, formaður félagsins Konur í sjávarútvegi og Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1. Drög að dagskrá og frekari upplýsingar má finna með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

                                  

17. September 2014

Ađalfundur LÍÚ verđur haldinn 30. og 31. október

Aðalfundur LÍÚ verður haldinn 30. og 31. október 2014 á Hilton Reykjavík Nordica.  
Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur. 

 

Fréttaáskrift


Fisheries.is
Sjávarútvegurinn í tölum
Kynningarefni
Hvalamál
Tćkniskólinn
Responsible Fisheries

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta