Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu vefs

Landssamband íslenskra útvegsmanna

Fréttir

9. September 2014 | ÚTVEGURINN

Sjávarútvegsdagurinn 2014

 Sjávarútvegsdagurinn 2014 augað   

Miðvikudaginn 8. október munu SA, Deloitte, SF og LÍÚ standa að Sjávarútvegsdeginum í Hörpu. Þetta er í fyrsta sinn sem dagurinn er haldinn en þar verða málefni sjávarútvegsins rædd frá ýmsum áhugaverðum hliðum. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, flytur opnunarerindi en ýmsar áhugaverðar upplýsingar verða birtar á ráðstefnunni upp úr gagnagrunni Deloitte um sjávarútveg. Nýjar tölur um afkomu greinarinnar verða birtar á ráðstefnunni en það eru fyrstu mögulegu tölur sem hægt er að birta úr ársreikningum fyrir sjávarútveginn í heild fyrir árið 2013.

8. September 2014 | ÚTVEGURINN

Útgerđ í Evrópu međ augum bćjarstjóra í frönskum hafnarbć

bæjarstjóri 1Christian Cardon, bæjarstjóri í Trouville í Normandí, heldur fyrirlestur um ofangreint efni
miðvikudaginn 10. september kl. 16:00
í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands
.
Fyrirlesturinn er á vegum Sendiráðs Frakka á Íslandi og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og í samstarfi við Evrópustofu.


Í brennidepli

17. September 2014

Ađalfundur LÍÚ verđur haldinn 30. og 31. október

Aðalfundur LÍÚ verður haldinn 30. og 31. október 2014 á Hilton Reykjavík Nordica.  
Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur. 

 

19. Maí 2014

Súrnun sjávar byrjađ ađ hafa áhrif á hagkerfi heimsins

Litill-krabbi „Sjórinn í kringum Ísland er að súrna sem mun að öllum líkindum hafa neikvæðar afleiðingar fyrir vistkerfi hafsins ef ekki er brugðist við fljótlega,“ segir Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands, en hún er að rannsaka súrnun sjávar og afleiðingar fyrir lífríkið í hafinu við Ísland. Verkefnið hennar ber yfirskriftina „Áhrif súrnunar sjávar á kalkmyndandi lífríki í hafinu við Ísland“ og er það fyrsta rannsóknin af þessu tagi sem hefur verið gerð á Íslandi. Hún segir að súrnun sjávar sé bein afleiðing af þeirri hröðu iðnvæðingu sem hefur átt sér stað síðustu áratugi þar sem styrkur koltvíoxíð (CO2) hefur aukist töluvert og sífellt hraðar. Þessi þróun er ekki síður alvarleg en hlýnun jarðar þar sem aukinn styrkur koltvíoxíðs (CO2) lækkar sýrustig hafsins (pH gildi) og veldur súrnun sem hefur áhrif á lífríki hafsins.

Fréttaáskrift


Fisheries.is
Sjávarútvegurinn í tölum
Kynningarefni
Hvalamál
Tćkniskólinn
Responsible Fisheries

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta